• Staða lundastofnsins á Íslandi, veiðar ekki æskilegar í Vestmannaeyjum.

07. ágúst 2015

Náttúrustofa Suðurlands hefur nú lokið yfirferð sinni um 12 lundavörp á Íslandi. Líkt og undanfarin ár er ástandið ekki gott fyrir sunnan (Vestmannaeyjar, Dyrhólaey og Ingólfshöfði) en ágætt annars staðar (ef Lundey) er undanskilin. Stóra fréttin er sú að bæði Faxaflói (Akurey) og Breiðafjörður (Elliðaey) koma nokkuð vel út í ár. 
Næstu þrjá daga er leyft að veiða lunda í Vestmannaeyjum. Náttúrustofa Suðurlands ítrekar að veiðar í Vestmannayjum eru ekki æskilegar fyrr en viðkoman hefur verið góð a.m.k. fjögur ár í röð en nú hefur viðkoman verið lítil eða engin í meira en tíu ár samfellt. 
Ef menn fara engu að síður til veiða eru þeir hvattir til hófsemi og að ljósmynda nef allra veiddra fugla eða koma hausunum til Náttúrustofu Suðurlands svo hægt verði að aldursgreina veiðina.
 
Lundi með flekkjamjóna í Drangey.
 
 
Lesa meira