• Fiðrildaveiðar 2014

24. október 2014

Náttúrustofa Suðurlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Sæheima og Surtseyjarstofu, var með ljósagildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar fimmta árið í röð. Að þessu sinni var gildran sett upp 7. maí en ekki 16. apríl. Þetta var gert þar sem að á síðustu fjórum árum hafði ekki veiðst fiðrildi í gildruna í Stórhöfða fyrr en í júní. Í ár veiddist svo fyrsta fiðrildið í víkunni sem hófst 11. júní. Veiðum var svo hætt 27. september en þá hafði ljósaperan brotnað. Á síðustu fjórum árum höfðu aðeins 4 fiðrildi veiðst eftir 27. september svo ákveðið var að endurnýja ekki ljósaperuna þetta árið.
 
Brandygla (Euxoa ochrogaster).
 
 
 
Lesa meira