• Fiðrildaveiðar 2015

16. desember 2015

Náttúrustofa Suðurlands var með ljósagildru til fiðrildaveiða í Stórhöfða í sumar sjötta árið í röð. Flestar Náttúrustofur landsins eru nú komnar með ljósagildrur og er söfnunin samstarfsverkefni með Náttúrufræðistofnun Íslands. Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima og Kristján Egilsson sáu um að losa gildruna þegar starfsmenn Náttúrustofunnar voru fjarverandi. Gildran var sett upp 5. maí og var hún losuð vikulega fram til 20. október.
 
 
Stráygla (Apamea remissa) veiddist í fyrsta sinn í Stórhöfða í sumar
 
 
 
 
 
Lesa meira